• 01.jpg
  • 02.jpg
  • 03.jpg
  • 04.jpg
  • 01.jpg
  • 02.jpg
  • 03.jpg
  • 04.jpg
  • 01.jpg
  • 02.jpg
  • 03.jpg
  • 04.jpg
  • 01.jpg
  • 02.jpg
  • 03.jpg
  • 04.jpg

ISOC SNOX 2012 - ROUND 1/2 - DULUTH - LIVE

Um helgina dúndrast ISOC Snocross serían af stað fyrir tímabilið 2012 og hægt verður að sjá beina útsendingu af keppninni á netinu eins og í fyrra ! Allar helstu stjörnurnar eru mættar til leiks og nýja keppnisfyrirkomulagið lofar góðu fyrir komandi tímabil ! Ekki missa af fyrstu keppni ársins !

ISOC Snocross 2012 - Round 1/2 -  Duluth - Dagskrá (íslenskur tími):

Laugardagur:
15:40 - Pro Lite #1  - Round 1
17:20 - Pro Open  - Round 1
17:40 - Pro Lite #1 - Round 2
18:40 - Pro Open - Round 2
19:00 - Pro Lite #1 - LCQ
19:25 - Pro Open - LCQ
19:50 - Pro Lite #1 - Final
20:10 - Pro Open - Final

Sunnudagur:
15:40 - Pro Lite #1  - Round 1
17:20 - Pro Open  - Round 1
17:40 - Pro Lite #1 - Round 2
18:25 - Pro Open - Round 2
18:45 - Pro Lite #1 - LCQ
19:25 - Pro Open - LCQ
19:50 - Pro Lite #1 - Final
20:10 - Pro Open - Final

Heildardagskrá má finna á síðu ISOC hér !

2012 SNOCROSS SLEÐARNIR

Þessa stundina eru hinir árlegu Hay Days í gangi í ameríkuhreppi en þar frumsýna yfirleitt allir sleðaframleiðendurnir keppnissleðana sína ásamt öðrum fyrir komandi vetur. Hérna fyrir neðan eru myndir af Ski-Doo, Polaris og Arctic Cat og þar er kötturinn með mestu breytingarnar, það er þó búið að uppfæra og endurbæta ýmislegt á hinum sleðunum og er alveg hægt að segja að þeir séu allir hrikalega flottir á sinn hátt !

Ski-Doo

Polaris

Arctic Cat

JUSTIN HOYER ÚTSKÝRIR KLIKKIÐ SITT Á X

Hér er flott video með "freestyle" snjósleðakappanum Justin Hoyer þar sem hann fer yfir það hvað klikkaði hjá sér þegar hann reyndi við "double backflip" eða tvöfalda bakfallslykkju á Winter X Games 2012 nú fyrir stuttu. Vantaði svo lítið uppá...

LEVI LAVALLEE OG DANIEL BODIN MEIDDIR

Í gær bárust fréttir á netið að liðsfélagarnir Levi LaVallee og Daniel Bodin væru báðir slasaðir eftir sitthvort atvikið á æfingum fyrir Winter X Games 2012. Levi braut víst vinstri sköflunginn og Daniel Bodin brákaði hryggjalið en slapp við alvarleg meiðsli og hefur fulla hreyfigetu. Báðir reikna með því að ná sér að fullu en vegna meiðslanna verða þeir báðir frá keppni á Winter X Games í ár. Frekar ömurlegar fréttir þar sem þessir tveir eru einar stærstu stjörnurnar til að fylgjast með í snjósleðagreinunum þar !

Daniel Bodin Injury 2012Levi LaVallee Injury 2012

Hér er það sem Levi hafði að segja um málið:

“I’m super bummed about Daniel and I getting hurt,” said LaVallee. “I was riding on a high after my record distance jump on New Year’s Eve and was pumped for Winter X. And Daniel was working hard to defend his gold medals from last year. I love our sport but it can be cruel sometimes. We will both be back as soon as possible and want to thank our sponsors for their support during this time.” - www.teamlavallee.com

LEVI LAVALLEE HJÁ JAY LENO

Snjósleða ofurhuginn Levi LaVallee mætti á dögunum í spjallþáttinn hjá Jay Leno til að ræða við hann um stökkið sitt um áramótin með Robbie Maddison. Virkilega töff viðtal og Levi tekur smá stönt á sleðanum fyrir utan stúdíóið ! Illa flottur !