• 01.jpg
  • 02.jpg
  • 03.jpg
  • 04.jpg
  • 01.jpg
  • 02.jpg
  • 03.jpg
  • 04.jpg
  • 01.jpg
  • 02.jpg
  • 03.jpg
  • 04.jpg
  • 01.jpg
  • 02.jpg
  • 03.jpg
  • 04.jpg

ISOC SNOX 2012 - ROUND 8/9 - FARMINGTON

Um helgina fór fram fimmta keppnishelgin í ISOC Snocrossinu og nú var keppt í Farmington, New York. Keppt var bæði föstudag og laugardag en það var búið að fresta þessari keppni um tvær vikur vegna snjóleysis. Keppnin um helgina var hrikalega spennandi í Pro Open flokknum þrátt fyrir að Tucker Hibbert væri fjarverandi á Heimsmeistaramótinu. Eins og ég hef áður sagt ætla bara að fjalla um Pro Open hérna á síðunni en hvet ykkur til að fylgjast með Pro Lites þar sem virkilega flottir ökumenn eru á ferð !

Á föstudeginum var hífandi rok og ekki spennandi aðstæður til keppni en eftir að Zack Pattyn hafði gripið holuskotið var það Robbie Malinoski sem tók forystuna af honum. Eftir það náði hann að halda Tim Tremblay fyrir aftan sig restina af hítinu og sigraði, Tim Tremblay annar og Zack Pattyn náði sínum fyrsta palli í vetur í þriðja.

Á laugardeginum voru mun betri aðstæður og þá var það Cody Thomsen sem náði holuskotinu með Ross Martin á hælum sér og þar næst Robbie Malinoski. Hægt og rólega náði Ross Martin að koma sér í stöðu og tókst loks að krækja í forystuna af Cody Thomsen og frá þeim punkti var ljóst að hann tæki fyrsta sætið. Cody Thomsen klúðraði sér og það var Robbie Malinoski sem endaði annar á undan Tim Tremblay í þriðja.

Flott keppni í ISOC Snocrossinu 2012 og þetta verður greinilega barátta til enda !

ISOC Snocross 2012 - Round 8/9 - FarmingtonISOC Snocross 2012 - Round 8/9 - Farmington

Myndir frá ISOC

Smellið á "Lesa meira..." til að sjá úrslitin frá Farmington !

Lesa meira...

ISOC SNOX 2012 - ROUND 8/9 - FARMINGTON - LIVE

Um helgina fer fram fimmta keppnishelgin í ISOC Snocross seríunni 2012. Þessa helgina er keppt bæði föstudag og laugardag. Hægt verður að sjá beina útsendingu af keppninni á netinu ! Ekki missa af brjálaðri Snocross spennu í beinni !

ISOC Snocross 2012 - Round 8 -  Farmington - Dagskrá (íslenskur tími):

Föstudagur:
21:40 - Pro Lite #1  - Round 1
23:20 - Pro Open  - Round 1
23:40 - Pro Lite #1 - Round 2
00:40 - Pro Open - Round 2
01:00 - Pro Lite #1 - LCQ
01:25 - Pro Open - LCQ
01:50 - Pro Lite #1 - Final
02:10 - Pro Open - Final

Laugardagur:
22:05 - Pro Lite #1  - Round 1
23:20 - Pro Open  - Round 1
23:40 - Pro Lite #1 - Round 2
00:30 - Pro Open - Round 2
00:50 - Pro Lite #1 - LCQ
01:15 - Pro Open - LCQ
01:40 - Pro Lite #1 - Final
02:05 - Pro Open - Final

Heildardagskrá má finna á síðu ISOC hér !

ISOC SNOX 2012 - ROUND 7 - PONTIAC - LIVE

Um helgina fer fram fjórða keppnishelgin í ISOC Snocross seríunni 2012. Þessa helgina fer bara fram ein umferð í kvöld (föstudag). Hægt verður að sjá beina útsendingu af keppninni á netinu ! Ekki missa af brjálaðri Snocross spennu í beinni !

ISOC Snocross 2012 - Round 7 -  Pontiac - Dagskrá (íslenskur tími):

Föstudagur:
21:05 - Pro Lite #1  - Round 1
00:15 - Pro Open  - Round 1
00:35 - Pro Lite #1 - Round 2
01:35 - Pro Open - Round 2
01:55 - Pro Lite #1 - LCQ
02:20 - Pro Open - LCQ
02:55 - Pro Lite #1 - Final
03:15 - Pro Open - Final

Heildardagskrá má finna á síðu ISOC hér !

ISOC SNOX 2012 - ROUND 5/6 - CANTERBURY

Um helgina fór fram þriðja keppnishelgin í ISOC Snocrossinu og nú var keppt aftur á Canterbury eftir nokkra ára hlé. Brautin var svona "stadium" en með flottum "rythma" köflum og grófst svakalega þegar leið á. En umferðir helgarinnar í Pro Open voru alveg hrikalega spennandi og gríðarleg barátta í gangi. Eins og ég hef áður sagt ætla bara að fjalla um Pro Open hérna á síðunni en hvet ykkur til að fylgjast með Pro Lites þar sem virkilega flottir ökumenn eru á ferð !

Á föstudeginum fór fram fyrri umferð helgarinnar í Pro Open. Dan Ebert byrjaði á að taka holuskotið en Ross Martin var fljótur að hirða forystuna með Robbie Malinoski og Darrin Mees á hæla sér. Robbi Malinoski og Ross Martin börðust um forystuna en á meðan var Tucker Hibbert í bölvuðu klúðri og var aftarlega í röðinni. Ross Martin hélt áfram að leiða en á þessum tíma var Tim Tremblay búinn að vinna sig upp úr öftustu sætunum og var fljótlega kominn í toppbaráttuna og með hraðasta hring kvöldsins leið ekki á löngu þar til hann fékk tækifæri til að ná forystunni. Ross Martin og Robbi Malinoski lentu saman í beygju og Tim Tremblay stakk sér framúr og hélt forystunni eftir það. Robbi Malinoski tók annað sætið og Ross Martin endaði þriðji eftir að nýgræðingurinn Darrin Mees gaf honum það þegar hann krassaði á síðasta hring.

Á laugardeginum fór fram seinni umferð helgarinnar í Pro Open. Robbie Malinoski tók holuskotið með liðsfélaga sinn Darrin Mees og Tim Tremblay á eftir sér. Eftir níu hringi höfðu þessir þrír náð talverðu forskoti á restina en þá ákvað Tucker Hibbert loks að skipta um gír og á einum hring keyrði hann sig upp í annað sætið og sótti að Robbi Malinoski í fyrsta sætinu. Keyrslan á honum var svakaleg og á sextánda hring hirti hann forystuna en Robbie Malinoski veitti honum hörku keppni síðustu hringina sem ætlaði að trylla áhorfendur. En fyrstur yfir endalínua var Tucker Hibbert með Robbie Malinoski á eftir sér og í þriðja endaði Ross Martin.

Hrikaleg keppnishelgi í ISOC Snocrossinu 2012 og spennan heldur áfram !

ISOC Snocross 2012 - Round 5/6 - CanterburyISOC Snocross 2012 - Round 5/6 - Canterbury

Myndir frá www.isoc.com

Smellið á "Lesa meira..." til að sjá úrslitin frá Canterbury !

Lesa meira...

ISOC SNOX 2012 - ROUND 5/6 - CANTERBURY - LIVE

Um helgina fer fram þriðja keppnishelgin í ISOC Snocross seríunni 2012. Þessa helgina fara Pro umferðirnar fram í kvöld (föstudag) og svo á morgun (laugardag). Hægt verður að sjá beina útsendingu af keppninni á netinu ! Ross Martin leiðir Pro Open flokkinn en miðað við síðustu umferð þarf hann að taka vel á því til að halda Tucker Hibbert í skefjum ! Ekki missa af brjálaðri Snocross spennu í beinni !

ISOC Snocross 2012 - Round 5/6 -  Canterbury - Dagskrá (íslenskur tími):

Föstudagur:
23:05 - Pro Lite #1  - Round 1
00:20 - Pro Open  - Round 1
00:40 - Pro Lite #1 - Round 2
01:30 - Pro Open - Round 2
01:50 - Pro Lite #1 - LCQ
02:30 - Pro Open - LCQ
02:55 - Pro Lite #1 - Final
03:15 - Pro Open - Final

Laugardagur:
22:30 - Pro Lite #2  - Round 1
00:20 - Pro Open  - Round 1
00:40 - Pro Lite #2 - Round 2
01:55 - Pro Open - Round 2
02:05 - Pro Lite #2 - LCQ
02:30 - Pro Open - LCQ
02:55 - Pro Lite #2 - Final
03:15 - Pro Open - Final

Heildardagskrá má finna á síðu ISOC hér !