• 01.jpg
  • 02.jpg
  • 03.jpg
  • 04.jpg
  • 01.jpg
  • 02.jpg
  • 03.jpg
  • 04.jpg
  • 01.jpg
  • 02.jpg
  • 03.jpg
  • 04.jpg
  • 01.jpg
  • 02.jpg
  • 03.jpg
  • 04.jpg

DC MOTO TEAM RIDE DAY

Hrikalega töff video frá DC með öllu Moto liðinu þeirra samankomnu að taka á því á Pala Raceway. Á svæðinu voru engir aðrir en Jeremy McGrath, Nate Adams, Adam Cianciarulo, Josh Hill, Jeffery Herlings, Carson Mumford, Robbie Maddison, Andre Villa, Jolene Van Vugt, Hunter Hewitt, Blake Wharton, Justin Hill, Tyler Bereman, Jason Anderson, Chris Plouffe, Matt Moss, PJ Larsen og Malcolm Stewart. Ekki slæmt samansafn ökumanna...

KXF250 OG KX125 GULLMOLAR TIL SÖLU

Nú er planið að endurnýja aðeins í dótakassanum og því eru bæði hjólin mín til sölu. Þetta er 2011 árgerð af Kawasaki KXF 250 í toppstandi, endurotjúnnað, og svo 2008 árgerð af Kawasaki KX 125, semsagt eftirárshjól alveg í 100% standi.

Kawasaki KXF 250 2011:

Keyrði þetta hjól í sumar í MX og Enduro, er keyrt um 100 tíma. Var farið í allsherjar upptekt í lok ágúst, stimpilskipti og allt skoðað. Hjólið er endurotjúnnað, ljós frá KTM framan og aftan, Trailtech Vapor mælaborð og hraðamælir og svo 18" SM afturgjörð. Aðrir aukahlutir eru One/N1 límmiðakit, blátt Renthal stýri, Zeta óbrjótanleg handföng, Acerbis handahlífar, ál tanklok, FMF púst, O-hringja keðja, Ironman tannhjól, TM Designworks keðjusleði, Lightspeed Carbon Fiber bremsudiskahlífar framan og aftan og svo ál hlífðarpanna með foam á milli vélar og pönnu til að hrinda drullu frá. Plöst fyrir MX notkun fylgja og eitthvað af aukadóti getur fylgt með.

Þetta er alveg snilldar hjól í toppstandi, búið að reynast mér svakalega vel og alltaf skilað sínu !

Verðhugmynd 1.100.000 kr. en skoða öll tilboð.

Kawasaki KXF 250 2011 - Jonni - Til sölu

Kawasaki KX 125 2008:

Hjól sem Tedda kona Hauks Þorsteins átti á undan mér, hún fékk það nýtt. Ég hef lítið notað hjólið, Arna Benný hefur hjólað aðeins á því og svo hef ég notað það í Endurocross-ið. Hjól sem er alveg 100%, gerði stimpilskipti í byrjun árs, hefur lítið verið notað í ár, einn og einn endurotúr og smölun. Aukahlutir eru One límmiðakit, extra sterkt sætisáklæði, Zeta óbrjótanlegt bremsuhandfang, loftblæðarar á framdempurum, FMF kraftpúst, Ironman tannhjól, TM Designworks keðjusleði og Pro Moto Kick It standari. Á handahlífar og eitthvað af aukaplöstum sem geta fylgt með.

Þetta "konuhjól" er alveg í toppstandi, ótrúlega skemmtileg græja sem leynir á sér !

Verðhugmynd 550.000 kr. en skoða öll tilboð.

Kawasaki KX 125 2008 - Jonni - Til sölu

Áhugasamir hafið samband við mig í síma: 7718024 eða sendið póst á Þetta netfang er varið gegn ruslpósts þjörkum. Þú verður að hafa JavaScript virkt til að skoða það. !

ÞORRI JÓNS - KEPPNISTÍMABILIÐ 2011

Þorri Jóns bað mig um að birta þennan pistil sem hann setti saman um það sem honum finnst mega gera betur þegar hann horfir yfir liðið keppnistímabil 2011. Það er alltaf ljóst að það má gera betur og bara gaman að menn skuli gefa sér tíma til að punkta niður sínar skoðanir og koma þeim á framfæri. Hvet alla til að lesa yfir þetta og endilega skiljið eftir ykkar skoðun á þessu, væri gaman að fá smá umræðu í gang um þessi mál, hvað má fara betur, útskýringar á málum o.fl !

Þorri Jónsson - Keppnistímabilið 2011

Þorri Jóns - ISDE 2011Seinasta tímabil var mjög skemmtilegt hjá mér og mínu liði og vil ég þakka öllum keppendum og styrktaraðilum kærlega fyrir. Þó mér hafi ekki gengið eins og stefnt var að endaði ég það ágætlega. Ég stefni mun hærra næsta sumar þó það sé ekki umræðan hér.

Því um seinustu helgi eða þann 12. nóvember var árshátíð haldin, flest fór vel fram og eiga margir hrós skilið fyrir sína vinnu t.d. Maggi, Sverrir og Bína, Keli og margir fleiri sem komu að þessu. Þó að ég hafi ekki verið sá duglegasti í félagsstarfinu í gegnum tíðina finnst mér ég eiga rétt á að tjá mig um þau mál sem ég vil bæta því jú ég borga keppnis og félagsgjöld árlega.

Ég er afar ósáttur við þá ákvörðun stjórnar að sleppa því að veita verðlaun fyrir liðakeppni í enduro þar sem aðeins tvö lið voru skráð, en þess ber að geta að bæði lið eru afar ósátt við ákvörðun stjórnar. Ástæðan var sú að aðeins tvö lið voru skráð í liðakeppnina en það er einungis vegna minni þáttöku í mótum. Þess ber að geta að menn börðust einnig áfram fyrir lið sín, ekki bara fyrir sjálfa sig eins og Daði Skaði sagði mér. Skrítið er að tilkynning um þetta hafi komið aðeins tveim dögum fyrir árshátíð en menn gera mistök og þau gerði ég einnig þegar ég hafði ekki lesið mér til um málið. Oftar en einu sinni hefur reglum verið breytt til þess að menn og lið hagnist á og sé ég ekki það sem stendur í vegi stjórnar að hreinlega breyta þessu þar sem enginn aðili tapar á því að veita farandbikar þar sem hann er nú þegar til, aðeins mun það hafa það í för með sér að menn fá verðlaun og geta þar af leiðandi verið ánægðir með sig og liðið.

Einnig ber þess að geta að enginn nýliði ársins var valinn og tel ég það mikinn ókost þar sem það getur eflt byrjendur mikið og hvatt menn til enn betri árángurs. Kannski hreinlega gleymdist að veita þau verðlaun en svoleiðis getur hreinlega bara gerst.

Ég hef einnig tekið eftir mikilli óánægju frá mismunandi aðilum með núverandi formann MSÍ en ljóst er að hann er alls ekki óháður og getur haft mikil áhrif í sínu starfi. Persónulega hef ég ekkert á móti umræddum aðila en styð það að maður sem á mótorhjólafyrirtæki eigi ekki að vera formaður.

Veit ég einnig að margir munu taka undir með mér að halda megi árshátíðina annarsstaðar á næsta ári því maturinn heppnaðist ekki nógu vel og veit ég að margir voru súrir yfir eftirréttinum.

Takk fyrir tímabilið og hlökkum til þess næsta.

Með kveðju,

Þorri Jónsson #291 Team JHM SPORT

MOTO 3 THE MOVIE KOMIN ÚT

Moto 3 The Movie kom út fyrir nokkrum dögum á iTunes og hún er núna #1 á lista yfir íþrótta tengdar myndir á iTunes. Fyrir okkur nískupúkana þá var hún einnig að detta inn á ExtremeBits og The Pirate Bay og þetta er klárlega ræma sem menn þurfa að eiga á flakkaranum !

Moto 3 The Movie

Það er meiri fjölbreytni í þessari mynd heldur en fyrri Moto myndunum, meira freeride og enduro. Mikið af flottum tökum og vel unnar senur. Ég var kannski búinn að gera mér of miklar vonir fyrir þessa mynd og fannst ég ekki alveg fá nóg útúr henni, mér fannst tónlistin t.d. ekki mjög spes og fyrir mitt leyti hefði ég raðað pörtunum öðruvísi upp þar sem mér fannst vanta svona einhvern hápunkt í myndina. En eins og ég sagði, kannski var ég bara búinn að gera mér of miklar vonir... Verð örugglega sáttari við hana þegar ég sé hana í annað skiptið ! Klárlega samt ræma sem vert er að sjá !

Moto 3 The Movie - iTunes

Moto 3 The Movie - TPB Torrent

THE MOTO SHOW - EPISODE 4 (2)

Gleymdi aðeins að fylgjast með þessum en fjórði þátturinn af The Moto Show er kominn á netið og gestirnir að þessu sinni eru Justin Soule, Ronnie Renner og Josh Grant. Auk þess er farið yfir allt sem gerðist í sportinu síðustu vikuna. Ekki missa af þessum !

Nánar / Tjá skoðun