• 01.jpg
  • 02.jpg
  • 03.jpg
  • 04.jpg
  • 01.jpg
  • 02.jpg
  • 03.jpg
  • 04.jpg
  • 01.jpg
  • 02.jpg
  • 03.jpg
  • 04.jpg
  • 01.jpg
  • 02.jpg
  • 03.jpg
  • 04.jpg

AMA MX 2011 - ROUND 12 - PALA

Síðasta umferðin í AMA Motocrossinu 2011 fór fram um helgina í Pala brautinni. Í 450 flokknum var það Ryan Dungey sem sigraði keppnina en það var enginn annar en Ryan Villopoto sem hirti titilinn og það annar titill hans á árinu ! Ekki slæmt ár hjá rauðhærða kvikindinu og þess verður sennilega minnst sem eins mest spennandi árs bæði í Supercross og Motocross ! Í 250 flokknum var það Dean Wilson sem sigraði bæði hít þrátt fyrir mikla baráttu frá liðsfélaga sínum Blake Bagget. Dean Wilson tók titilinn í 250 flokknum eftir alveg geggjað season !

Hér er eitt fríkað en töff Remix video frá Pala keppninni um helgina...

Smellið á "Lesa meira..." til að sjá nánari úrslit frá keppninni !

Lesa meira...

FIM MX 2011 - ROUND 15 - FERMO,ITALY

15. umferðin og sú síðasta í FIM Motocrossinu 2011 fór fram um helgina í Fermo á Ítalíu. Í MX1 flokknum var það Frakkinn Gautier Paulin sem sigraði keppnina og það í fyrsta sinn sem hann keppir í MX1 en hann hefur keppt allt tímabilið í MX2. Hann var valinn í franska landsliðið fyrir MXON til að keppa í Open flokki og það varð kveikjan að því að hann mætti á 450 hjóli í MX1. Því miður vantaði þrjá af topp ökumönnunum en Ítalinn Antonio Cairoli var fyrir keppnina búinn að tryggja sér titilinn í MX1 ! Í MX2 flokknum var það Hollendingurinn Jeffrey Herlings sem sigraði keppnina. Þjóðverjinn Ken Roczen sem hafði fyrir keppnina tryggt sér titilinn mætti til leiks á 125 tvígengis tryllitæki en eftir að hafa klárað í fimmta sæti í fyrra hítinu þurfti hann að hætta þar sem stýrið á hjólinu var allt í steik eftir byltu en fyrir hana var hann í fjórða sæti, ekki slæmt á tvígengis blöðru !

Hér er svo "Highlights" video frá keppninni um helgina...

Smellið á "Lesa meira..." til að sjá nánari úrslit frá keppninni !

Lesa meira...

JS7 - NÝJA HJÓLIÐ...

Miklar vangaveltur hafa verið um það hvort James Stewart sé að fara á nýtt hjól fyrir komandi tímabil, hann ákvað því að bjóða okkur í heimsókn og sýna okkur hvað væri í gangi ! Hækkiði bara hljóðið í hátölurunum því þetta er unaður ! Úff þetta myndband...

MXON 2011 - TEAM ICELAND

Eins og allir ættu að vita þá fer Motocross of Nations 2011 fram um aðra helgi í Saint Jean D'Angely og nú eru strákarnir í Íslenska landsliðinu að týnast út í heim til æfinga fyrir keppnina. Kári og Viktor fóru til dæmis í gærnótt út til Spánar til að æfa með Mats Nilson fram að keppni. Eyþór er líka á leið út að æfa og það er klárt að strákarnir ætla sér að mæta helillir til Frakklands um aðra helgi og vera landi og þjóð til sóma !

Það er stór hópur Íslendinga sem ætlar út að styðja strákana og þar á meðal ég að sjálfsögðu ! Ég ætla að vera duglegur að færa ykkur fréttir af keppninni beint hingað inn á jonni.is !

Mæli með að allir "like-i" Facebook síðu landsliðsins en þar er færðar inn fréttir af strákunum reglulega ! Hlekkur á síðuna er hér fyrir neðan !

Facebook síða Team Iceland MXON 2011

MX brautin í Saint Jean D'AngelyKári og Viktor í Keflavík á leið til Spánar

ISDE 2013 - DAGUR 6

Sjötti og síðasti dagurinn á ISDE 2013 eða Six Days fór fram á Ítölsku eyjunni Sardiníu í dag. Hér fer ég yfir stöðuna svo gallharðir enduro ökumenn landsins geti fengið helstu upplýsingarnar beint í æð !

ISDE 2013 - Dagur 6 - Samantekt:

ISDE 2013 - Day 6

Lokadagurinn var gríðarlega spennandi en þar komu Bandríkjamenn gríðarlega sterkir inn í motocross sérleið dagsins en það var samt ekki nóg til að vinna upp forystu Frakkanna sem hafa verið gríðarlega sterkir frá upphafi og því ljóst að sigur þeirra væri í höfn enda þrír af frönsku ökumönnunum í topp fjórum í heildina og Antoine Meo þar í fararbroddi. En Bandaríkjamenn enduðu í öðru sæti og þar var það Taylor Robert í fararbroddi í 6. sæti í heildarkeppni ökumanna. Í þriðja sæti voru það svo Ítalir og þeirra maður Alex Salvini endaði í 12. sæti í heildarkeppni ökumanna.

Staðan í heildarkeppni milli landa endaði því svona: Frakkar 21h56'32'', Bandaríkjamenn +00h03'51'' og Ítalir +00h13'33''.

Alveg virkilega spennandi keppni sem boðið var uppá í ár og þrátt fyrir að Frakkar hafi sannað sig aftur þá var gaman sjá t.d. hve vel Bandaríkjamönnum gekk en þeir hafa ekki náð betri árangri frá því 1982, einnig gríðarlega gott gengi hjá Áströlum og þá sérstaklega Daniel Milner sem endaði annar í heildarkeppni ökumanna !

Ég vona að þið hafið haft gaman af þessum fréttaflutningi mínum af keppninni og þakka ykkur fyrir heimsóknirnar ;) !

ISDE 2013 - Dagur 6 - Myndband (Digital Offroad):

ISDE 2013 - Dagur 6 - Myndband (FIM):