• 01.jpg
  • 02.jpg
  • 03.jpg
  • 04.jpg
  • 01.jpg
  • 02.jpg
  • 03.jpg
  • 04.jpg
  • 01.jpg
  • 02.jpg
  • 03.jpg
  • 04.jpg
  • 01.jpg
  • 02.jpg
  • 03.jpg
  • 04.jpg

KLAUSTUR 2013 - SKRÁNING HEFST 1. MARS

Tekið af www.enduro-klaustur.is:Klaustur 2012

Jæja, nú þarf hver að fara setja í startholurnar, setja upp hanskana og pússa visakortið því nákvæmlega kl.20:00 að staðartíma þann 1. mars munum við opna fyrir skráningu fyrir hina margrómuðu og frægu Klausturskeppni. Skráningin fer fram á vef MSÍ, www.msisport.is, og til þess að geta skráð sig þarf viðkomandi að vera skráður í félagi eða klúbb eins og við köllum það svo gjarnan. Við munum setja á vefinn nákvæmar leiðbeiningar hvernig þetta fer fram og hægt verður skoða þær á undirsíðu merkt "Skráning". Fyrir þá sem eru vanir að skrá sig í motocross eða endurokeppnir, þá er þetta svipað fyrirkomulag. Fyrirkomulagið verður þannig að FYRSTUR KEMUR, FYRSTUR FÆR, en VÍK áskilur sér samt rétt til að færa til ef þurfa þykir og er það fyrst og fremst gert af öryggissjónarmiði.

Það þarf vart að taka fram að þessi keppni er ein sú allra skemmtilegasta sem áhangendur akstur torfæruhjóla geta tekið þátt í og skiptir þá engu hvort menn séu komnir aðeins á aldur eða eru nánast hvítvoðungar. Svæðið býður upp á fjölbreytt umhverfi og skiptist frá grasi í sand með smá klifri í litlum klettum. Öll aðstaða á svæðinu er til fyrirmyndar og hafa ábúendur staðið mjög myndarlega að allri uppbyggingu og bjóða nú meðal annars upp á gott tjaldsvæði inn á sjálfu svæðinu þar sem keppendur, aðrir aðstandendur og velunnarar geta komið sér fyrir með miklum ágætum.

Nú er það bara stóra spurningin, "ERT ÞÚ TILBÚIN/NN" ?

TAYLOR ROBERT'S SEGMENT IN MOTO 4

Hérna er klippa sem sýnir okkur á bakvið tjöldin í Moto 4 The Movie þar sem enduro kappinn Taylor Robert tekur alveg vígaleg háhraðastökk á hæðum í miðjum vínakri ! Ef þið eruð ekki búin að sjá Moto 4 The Movie þá eruði að missa af svakalegri ræmu, hægt að kaupa hana á iTunes !Taylor Robert's Segment in Moto 4

EX 2012 - ROUND 8 - LAS VEGAS - LIVE

Lokaumferðin í AMA Endurocross-inu í USA fer fram í kvöld í Las Vegas og í fyrsta skiptið verður bein útsending frá keppninni á netinu ! Ofur Pólverjinn Tadeusz "Taddy" Blazusiak er nánast með titilinn í hendi sér en hann vantar aðeins 3 stig fyrir þessa keppni til að innsigla sigur á tímabilinu. Taddy hefur unnið sex af sjö keppnum á tímabilinu og er með 189 stig, næstur á eftir honum er Bandaríkjamaðurinn Taylor Robert með 132 stig. Taylor var einmitt í Bandaríska Six Days liðinu í ár ! Auk Expert flokksins fer fram lokaumferðin á fyrsta tímibilinu fyrir kvennaflokk en þar er það Maria Forsberg sem hefur örugga yfirhönd fyrir kvöldið. Maria var hrikalega öflug á GNCC tímabilinu í sumar þar sem hún sigraði allar umferðirnar og tryggði sér titilinn þegar heilar fjórar umferðir voru ennþá eftir !

Í kvöld verður semsagt sýnt frá Expert flokknum, kvennaflokknum, Open Amateur flokki, Vet 35+ flokki, TrialsCross flokki og að lokum verður svokallað Baja Designs Night race þar sem slökkt er á ljósunum í höllinni og keppendur nota ljósin á hjólunum eða hjálmaljós til að rata brautina !

Það verður því örugglega ekki leiðinlegt að fylgjast með þessari veislu sem hefst klukkan 04:00 í nótt á íslenskum tíma !

EnduroCross 2012 - Round 8 - Las Vegas - Live

Smellið á myndina til að fara á beinu útsendinguna á www.endurocross.com/live

RED BULL SEA TO SKY 2012

Red Bull Sea to Sky 2012 fór fram um helgina og er þetta í annað skiptið sem þessi keppni er haldin og hér er á ferðinni alvöru "extreme enduro" keppni. Keppnin fór fram við bæinn Kemer í Tyrklandi, fyrri daginn fóru fram undanrásir sem byrjaði með híti á ströndinni og svo annað hít seinna um daginn sem lá um skógana þarna í kring. Það var hinn ungi Johnny Walker sem vann skógar hítið en hann vann einmitt Red Bull Sea to Sky í fyrra, en það var svo jaxlinn Graham Jarvis sem sigraði skógar hítið seinna um daginn.

Á degi 2 var svo komið að aðal keppninni en þá er keyrt frá sjávarmáli og upp á Olympos fjallið í 2.365 m hæð. Leiðin liggur fyrst eftir löngum grýttum árfarveg og því næst er haldið upp hlíðarnar í gegnum skóg og erfiði og þegar loks er komið upp fyrir skógarlínuna tekur við grjót og ógeð þar til toppi fjallsins er náð. Graham Jarvis náði strax forystu en Johnny Walker fylgdi honum fast eftir og sótti að honum. Þegar leið á náði Graham Jarvis að auka bilið á milli þeirra og hélt sínu striki þar til endamarkinu var náð og sigraði keppnina með gríðarlega flottum akstri, Johnny Walker kláraði í öðru og í þriðja sæti endaði Paul Bolton, allir þrír breskir. Gríðarlega flott keppni og vonandi er hún komin til að vera !

Myndir frá www.redbullcontentpool.com

Red Bull Sea to Sky 2012 - Day 1

Red Bull Sea to Sky 2012 - Day 2

Red Bull Sea to Sky 2012 - Main Event - Olympos Mountain Race Results:

1. Graham Jarvis (GBR) 2:16:19
2. Jonny Walker (GBR) 2:21:36
3. Paul Bolton (GBR) 2:30:08
4. Andreas Lettenbichler (GER) 2:33:13
5. Xavier Galindo (ESP) 2:34:58
6. Philipp Scholz (GER) 2:51:15
7. Lars Enöckl (AUT) 2:59:48
8. Neumayr Harry (AUT) 3:00:19
9. Forster Gerhard (GER) 3:01:21
10. Rene Dietrich (GER) 3:09:36

Nánari upplýsingar um keppnina á www.redbullseatosky.com !

RED BULL ROMANIACS 2012 - LIVE

Red Bull Romaniacs 2012 er að rúlla af stað í dag og Red Bull býður núna uppá beina útsendingu á netinu frá öllum dögum keppninnar ! Fyrir neðan eru tímasetningarnar sem sent verður út alla dagana !

Red Bull Romaniacs 2012 - Live Internet Streaming:

Red Bull Romaniacs 2012 - 13.06.12 - Prologue Finals:
15:30 to 17:20 GMT

Red Bull Romaniacs 2012 - 14.06.12 - Offroad Day 1:
08:00 to 14:00 GMT

Red Bull Romaniacs 2012 - 15.06.12 - Offroad Day 2:
08:50 to 14:30 GMT

Red Bull Romaniacs 2012 - 16.06.12 - Offroad Day 3:
08:20 to 14:00 GMT

Red Bull Romaniacs 2012 - 17.06.12 - Offroad Day 4:
08:15 t0 14:00 GMT

Meiri upplýsingar á www.redbullromaniacs.com