• 01.jpg
  • 02.jpg
  • 03.jpg
  • 04.jpg
  • 01.jpg
  • 02.jpg
  • 03.jpg
  • 04.jpg
  • 01.jpg
  • 02.jpg
  • 03.jpg
  • 04.jpg
  • 01.jpg
  • 02.jpg
  • 03.jpg
  • 04.jpg

ÞORRI JÓNS - KEPPNISTÍMABILIÐ 2011

Þorri Jóns bað mig um að birta þennan pistil sem hann setti saman um það sem honum finnst mega gera betur þegar hann horfir yfir liðið keppnistímabil 2011. Það er alltaf ljóst að það má gera betur og bara gaman að menn skuli gefa sér tíma til að punkta niður sínar skoðanir og koma þeim á framfæri. Hvet alla til að lesa yfir þetta og endilega skiljið eftir ykkar skoðun á þessu, væri gaman að fá smá umræðu í gang um þessi mál, hvað má fara betur, útskýringar á málum o.fl !

Þorri Jónsson - Keppnistímabilið 2011

Þorri Jóns - ISDE 2011Seinasta tímabil var mjög skemmtilegt hjá mér og mínu liði og vil ég þakka öllum keppendum og styrktaraðilum kærlega fyrir. Þó mér hafi ekki gengið eins og stefnt var að endaði ég það ágætlega. Ég stefni mun hærra næsta sumar þó það sé ekki umræðan hér.

Því um seinustu helgi eða þann 12. nóvember var árshátíð haldin, flest fór vel fram og eiga margir hrós skilið fyrir sína vinnu t.d. Maggi, Sverrir og Bína, Keli og margir fleiri sem komu að þessu. Þó að ég hafi ekki verið sá duglegasti í félagsstarfinu í gegnum tíðina finnst mér ég eiga rétt á að tjá mig um þau mál sem ég vil bæta því jú ég borga keppnis og félagsgjöld árlega.

Ég er afar ósáttur við þá ákvörðun stjórnar að sleppa því að veita verðlaun fyrir liðakeppni í enduro þar sem aðeins tvö lið voru skráð, en þess ber að geta að bæði lið eru afar ósátt við ákvörðun stjórnar. Ástæðan var sú að aðeins tvö lið voru skráð í liðakeppnina en það er einungis vegna minni þáttöku í mótum. Þess ber að geta að menn börðust einnig áfram fyrir lið sín, ekki bara fyrir sjálfa sig eins og Daði Skaði sagði mér. Skrítið er að tilkynning um þetta hafi komið aðeins tveim dögum fyrir árshátíð en menn gera mistök og þau gerði ég einnig þegar ég hafði ekki lesið mér til um málið. Oftar en einu sinni hefur reglum verið breytt til þess að menn og lið hagnist á og sé ég ekki það sem stendur í vegi stjórnar að hreinlega breyta þessu þar sem enginn aðili tapar á því að veita farandbikar þar sem hann er nú þegar til, aðeins mun það hafa það í för með sér að menn fá verðlaun og geta þar af leiðandi verið ánægðir með sig og liðið.

Einnig ber þess að geta að enginn nýliði ársins var valinn og tel ég það mikinn ókost þar sem það getur eflt byrjendur mikið og hvatt menn til enn betri árángurs. Kannski hreinlega gleymdist að veita þau verðlaun en svoleiðis getur hreinlega bara gerst.

Ég hef einnig tekið eftir mikilli óánægju frá mismunandi aðilum með núverandi formann MSÍ en ljóst er að hann er alls ekki óháður og getur haft mikil áhrif í sínu starfi. Persónulega hef ég ekkert á móti umræddum aðila en styð það að maður sem á mótorhjólafyrirtæki eigi ekki að vera formaður.

Veit ég einnig að margir munu taka undir með mér að halda megi árshátíðina annarsstaðar á næsta ári því maturinn heppnaðist ekki nógu vel og veit ég að margir voru súrir yfir eftirréttinum.

Takk fyrir tímabilið og hlökkum til þess næsta.

Með kveðju,

Þorri Jónsson #291 Team JHM SPORT