• 01.jpg
  • 02.jpg
  • 03.jpg
  • 04.jpg
  • 01.jpg
  • 02.jpg
  • 03.jpg
  • 04.jpg
  • 01.jpg
  • 02.jpg
  • 03.jpg
  • 04.jpg
  • 01.jpg
  • 02.jpg
  • 03.jpg
  • 04.jpg

MSÍ ÍSKROSS - 1. UMFERÐ - REYKJAVÍK - FRESTAÐ

Tekið af www.motocross.is:

MSÍ Ískross 2012 - 1. umferð - Reykjavík - FrestaðAf óviðráðanlegum orsökum hefur fyrstu umferðinni í íscrossi verið frestað um óákveðin tíma.  Aðstæður eru mjög erfiðar til keppnishald og er með öllu ófært upp að Hafravatni og óvíst hvort þessar þrjár leiðir verði yfirhöfuð mokaðar fyrir helgi.  Þar fyrir utan er ekki forsvaranlegt að láta fólk ferðast landshluta á milli við þessar aðstæður á meðan færðin er eins og hún er.  

MSÍ mun í samráði við klúbbana finna nýja dagsetningu við fyrsta hentugleika og mun sú skráning sem nú hefur átt sér stað gilda áfram.  Þeir sem hafa athugasemdir við það er bent á að hafa samband við MSÍ.  

Vænta má upplýsinga um nýjan keppnisdag og hugsanlega nýjan keppnisstað fljótlega upp úr helgi.  Verður upplýsingum um framhaldið komið í loftið um leið og það er ljóst hvert framhaldið verður, þ.e. nýr keppnisdagur og hugsanlega nýr keppnisstaður.

MSÍ ÍX 2012 - 1. UMFERÐ - REYKJAVÍK - SKRÁNING HAFIN

Tekið af www.msisport.is:

Keppendur athugið að skráning í 1. umferð Íslandsmótsins í Ís-Cross stendur til kl: 21:00 fimmtudaginn 26. janúar. Keppnin fer fram laugardaginn 28. janúar á suð-austur enda Hafravatns og er mæting keppanda kl: 10:00 sjá nánar dagskrá undir “Reglur" (Dagskrá Ís 2011)

Keppendur eru beðnir að kynna sér og rifja upp reglur um Ís-Cross, ádrepari með snúru skal vera virkur á öllum keppnishjólum. Keppendur í Opnum flokki sem eru búnir öllum öryggisbúnaði samanber brynju, hnéhlífum ofl. eru undanskildir reglu um leðurgalla. Dekkjabúnaður í Opnum flokki verður skoðaður sérstaklega og dekk með of margar eða með of langar skrúfur verður vísað frá keppni.

Allur æfingaakstur á Hafravatni og við keppnisbraut er bannaður nema að þar til gerðu svæði á keppnisdag.

ÍSKROSS BIKARMÓT Á HAFRAVATNI 7. JAN

Tekið af motocross.is:

Laugardaginn 7 janúar ætlar MotoMos að halda bikarmót í íscrossi á Hafravatni.  Keppnisgjaldið er mjög hóflegt, eða aðeins 3.500 kr. og mun skráning fara fram á vef MSÍ sem opnar væntanlega seinna í dag eða kvöld.  Keppt verður í fjórum flokkum og eru þeir

  • 85cc flokkur
  • Kvennaflokkur
  • Standard flokkur
  • Opin flokkur

Gert er ráð fyrir að notast við tímasenda MSÍ.  85cc og kvennaflokkurinn verður keyrður saman.  Við munum keyra tvö moto á hvern flokk með sama sniði og á Íslandsmeistaramóti og verður lengd moto-a í öllum flokkum 12 mín + 1 hringur, sem er það sama og í Íslandsmeistaramótinu.  Dagskráin hefst kl. 10:00 með skoðun hjóla og tímataka er áætluð að hefjist eigi síðar en kl.10:45.  Reiknað er með að síðasta moto dagsins verði lokið um kl.13:30 og verðlaunafhending hefst kl.13:45.  Dagskránna má sjá hér fyrir neðan.

Smellið á tímaplanið til að stækka

Eins og tekið var fram að þá fer skráning fram á vef MSÍ og munum við auglýsa það sérstaklega þegar hún opnar sem verður væntanlega seinna í kvöld.  Skráningarfrestur verður út fimmtudagskvöldið til kl.21.  Aðstæður á Hafravatni eru ágætar og skoðuðum við það í dag.

Árétta skal að öll hjól þurfa að vera tryggð og með ádrepara sem virkar til að vera lögleg í þessa keppni.  Engin trygging eða enginn ádrepari = engin keppni hjá viðkomandi.  MotoMos mun ekki endurgreiða keppnisgjald til keppands sem skráir sig og er ekki með þessa hluti á hreinu.  MotoMos áskilur sér jafnframt rétt til að færa til eða sameina flokka ef skráning verður takmörkuð.  Einnig áskilur MotoMos sér til að falla frá notkun tímatökubúnaðar MSÍ ef þátttaka verður dræm og talið verður upp á gamla mátann.

Ef sú aðstaða kemur upp að ekki verður hægt að halda keppni, sem ég tel afar ólíklegt, að þá verður keppnisgjaldið endurgreitt til keppenda.

ÍSKROSS HVALEYRARVATNI 04.12.11

Í gær sunnudag var fjölmennt aftur á ísinn á Hvaleyrarvatni, það var tekið vel á því og menn í banastuði ! Ég greip vélina með og smellti aðeins af og henti í albúm á myndasíðunni ! Tjékkit...

Ískross Hvaleyrarvatni 04.12.11Ískross Hvaleyrarvatni 04.12.11Ískross Hvaleyrarvatni 04.12.11

Ég tók aðeins upp á hjálmkameruna en veit ekki hvort það var nógu spennandi, sé til hvort ég hendi því inn ;) ! Annars alveg snilldar ísaksturshelgi í borg óttans !

ÍSKROSS HVALEYRARVATNI 03.12.11

Í dag var fjölmennt upp á Hvaleyrarvatn í Ískross æfingar. Við Jói Kef skelltum okkur saman og ég tók í fyrsta sinn gult undir mig ! Það var hellingur af liði mætt að hjóla og geggjuð stemning. Ísinn var rosa skemmtilegur og menn tóku á því, meira að segja startað í nokkur hít og alles !

Ískross Hvaleyrarvatni 03.12.11Ískross Hvaleyrarvatni 03.12.11Ískross Hvaleyrarvatni 03.12.11

Ískross Hvaleyrarvatni 03.12.11Ískross Hvaleyrarvatni 03.12.11Ískross Hvaleyrarvatni 03.12.11

Ég smellti nokkrum römmum af og Jói myndaði líka á meðan ég tók á því, henti slatta af því í albúm hérna á myndasíðunni ! Tjékkið á því, svo á að fjölmenna aftur á morgun, sunnudag !