• 01.jpg
  • 02.jpg
  • 03.jpg
  • 04.jpg
  • 01.jpg
  • 02.jpg
  • 03.jpg
  • 04.jpg
  • 01.jpg
  • 02.jpg
  • 03.jpg
  • 04.jpg
  • 01.jpg
  • 02.jpg
  • 03.jpg
  • 04.jpg

ÍSCROSS VEISLA Á MÝVATNI 2. OG 3. MARS !

Íscross Mývatn 2013

Svo nú þýðir ekkert annað en að smella sér í Mývatnssveitina og taka þátt í öllu fjörinu !

SKRÁNING FRAMLENGD FYRIR ÍSKROSS

Fyrsta umferðin í ískrossinu 2013 fer fram um næstu helgi á Akureyri í tengslum við vetrarhátíðina Éljagang. Skráningarfresturinn hefur verið framlengdur til klukkan 21:00 á fimmtudagskvöld svo nú er um að gera að smella sér inn á www.msisport.is og skrá sig til leiks !

Éljagangur 2013

MSÍ ÍX 2012 - UMFERÐ 2 & 3 - MÝVATN

Um helgina fóru fram tvær umferðir í Íslandsmótinu í Ískrossi og voru þær báðar keyrðar á Mývatni. Í upphafi var stefnan að keyra aðra umferðina á laugardeginum og hina á sunnudeginum en vegna vonskuveðurs sem skall á seinnipart laugardagsins náðist ekki að klára fyrri umferðina og voru þau hít sem voru eftir keyrð í byrjun sunnudagsins. Sitthvor brautin var keyrð hvorn daginn og lögðu heimamenn mikla vinnu í brautargerð yfir helgina.

MSÍ Ískross 2012 - 3. umferð - MývatnMSÍ Ískross 2012 - 3. umferð - MývatnMSÍ Ískross 2012 - 3. umferð - Mývatn

Myndir - Jón Ásgeir Þorláksson - Bjarni Hauksson

En að keppnunum þá var gríðarleg barátta í öllum flokkum og í mörgum flokkum réðst Íslandsmótið ekki fyrr en í loka hítunum.

Í kvennaflokki voru þær Signý og Andrea í mikilli baráttu um Íslandsmeistaratitilinn og fyriri síðasta hítið voru þær jafnar að stigum en þá hafði Signý betur og tryggði sér titilinn með hörku akstri.

Í unglingaflokki var barist hart og á endanum tryggði Bjarni Hauksson sér Íslandsmeistaratitilinn með aðeins 4 stiga forystu á Victor Ingva Jacobsen.

Í opna flokknum var gríðarleg barátta milli efstu manna en það var heimamaðurinn Jón Ásgeir Þorláksson sem hirti Íslandsmeistaratitilinn eftir frábærann akstur.

Í vetrardekkjaflokki voru efstu menn í hrikalegri baráttu og leit allt út fyrir að loksins gæti einhver strítt Kára Jónssyni sem hefur haft algera yfirburði í ískrossinu síðustu vetur en yfir helgina var Bjarki Sigurðsson að keyra hrikalega vel og vann sum hítin með yfirburðum, en stöðugleikann vantaði þar sem að hann krassaði í tveimur hítum og endaði mjög aftarlega. Mesta stöðugleikann sýndi Guðbjartur Magnússon sem endaði öll hít ársins í topp sætunum en það dugði honum þá aðeins í annað sætið í Íslandsmótinu þar sem Kári Jónsson tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn með fanta akstri þegar allt lá undir.

Virkilega flottar keppnir og skemmtilegt keppnistímabil í Ískrossinu 2012 !

Smellið á "Lesa meira..." til að sjá nánari úrslit frá keppninni !

Lesa meira...

MSÍ ÍX 2012 - 2. OG 3. UMFERÐ

Ískross 2012Eins og menn vita fór fyrsta umferðin í Íslandsmótinu í Ískrossi fram á Leirutjörn við Akureyri um þarsíðustu helgi, en það hefur ekki gengið þrautalaust að ná keppni á suð-vesturhornið vegna veðurs og aðstæðna. MSÍ leggur mikla áherslu á að Íslandsmótið verði klárað, en til þess þarf að keyra a.m.k. þrjár umferðir. Í ljósi þess mikla ferðakostnaðar sem við búum við í dag, þá hafa MSÍ og Akstursíþróttafélag Mývatnssveitar komist að samkomulagi um að 2. og 3. umferð Íslandsmótsins í Ískrossi fari fram á Mývatni helgina 17-18 mars n.k.

2. umferðin verður keyrð laugardaginn 17. mars á Stakhólstjörn og 3. umferðin verður svo keyrð sunnudaginn 18. mars, líklega í Álftabáruvogi. Þessa helgi fer fram hið margumtalaða Mývatnssmót, sem er ein allsherjar vetraríþróttaveisla. Dagskráin verður á þessa leið:

Föstudagurinn 16.03.12
14:00     Samhliðabrautakeppni á vélsleðum við Kröflu
16:00     Fjallaklifur (Hillcross) á vélsleðum við Kröflu
20:00     Snjóspyrna á vélsleðum við Skútustaði

Laugardagurinn 17.03.12
09:00     Ískross á vélhjólum við Skútustaði (2. umf. Íslandsmótsins)
14:00     Sno-Crosscountry á vélsleðum (2. umf. Íslandsmótsins)

Sunnudagurinn 18.03.12
10:00     Ískross á vélhjólum við Skútustaði (3. umf. Íslandsmótsins)

Verið velkomin í Mývatnssveitina.

F.h. stjórnar MSÍ og AM
Stefán Gunnarsson

MSÍ ÍX 2012 - 1. UMFERÐ - AKUREYRI

Á laugardaginn fór fram 1. umferðin í Íslandsmótinu í Ískrossi og var keppt á Leirutjörn á Akureyri. Það var frábær þátttaka í mótinu en alls voru 42 keppendur skráðir. Aðstæður voru mjög fínar, ísinn mjúkur og ágætis veður.

MSÍ Ískross 2012 - 1. umferð - AkureyriMSÍ Ískross 2012 - 1. umferð - AkureyriMSÍ Ískross 2012 - 1. umferð - Akureyri

Myndir frá Motosport.is

Í Kvennaflokki var aðal baráttan á milli Andreu og Signýjar en Andrea hafði meiri hraða þennan daginn og sigraði öll hít dagsins örugglega. Í Unglingaflokknum var það Victor Ingvi sem sigraði öll hít dagsins en á eftir honum voru þeir Bjarni og Einar í baráttu. Í Opna flokknum var hrikalegur hraði og gríðarleg barátta, þeir Jón Kristján, Jón Ásgeir og Gulli unnu allir sitt hvort hítið en á endanum var það Jón Kristján sem stóð uppi sem sigurvegari. Í Vetrardekkjaflokknum var það Kári Jóns sem sigraði öll hít dagsins en á eftir honum var gríðarleg barátta á milli Guðbjarts og Bjarka.

Virkilega flott keppni og flott byrjun á tímabilinu !

Topp 3 úrslit úr öllum flokkum:

Kvennaflokkur:
1. Andrea Dögg Kjartansdóttir #52
2. Signý Stefánsdóttir #34
3. Bryndís Einarsdóttir #33

Unglingaflokkur:
1. Victor Ingvi Jacobsen #71
2. Bjarni Hauksson #629
3. Einar Sigurðsson #671

Opinn flokkur:
1. Jón Kristján Jacobsen #70
2. Jón Ásgeir Þorláksson #687
3. Gunnlaugur Karlsson #111

Vetradekkjaflokkur:
1. Kári Jónsson #46
2. Guðbjartur Magnússon #12
3. Bjarki Sigurðsson #670

Heildarúrslitin má sjá á vef MSÍ - www.msisport.is