• 01.jpg
  • 02.jpg
  • 03.jpg
  • 04.jpg
  • 01.jpg
  • 02.jpg
  • 03.jpg
  • 04.jpg
  • 01.jpg
  • 02.jpg
  • 03.jpg
  • 04.jpg
  • 01.jpg
  • 02.jpg
  • 03.jpg
  • 04.jpg

RYAN DUNGEY ON KTM - VIDEO

Hér er fyrsta video-ið sem við sjáum af Ryan Dungey á nýja KTM-inu en hann samdi nýverið við KTM til tveggja ára. Þetta var búið að liggja lengi í loftinu en eftir að Roger Decoster fór frá Suzuki yfir til KTM var bara tímaspursmál hvenar Dungey fylgdi í kjölfarið enda hefur Decoster verið við hlið Dungey frá unga aldri og komið honum áfram í sportinu ! En hérna er smá sýnishorn af því sem koma skal í vetur, spurning hvort KTM geti þá loksins náð sér í einhverja sigra í ameríkuhreppnum...

MONSTER ENERGY CUP 2011 - THE TRACK

Um aðra helgi fer fram Monster Energy Cup 2011 í Las Vegas en þetta er í fyrsta skiptið sem þessi keppni er haldin og hún er ólík öllu sem við höfum séð. Ekki nóg með það að svakalegt verðlaunafé er í boði fyrir sigurvegarana þá verður þetta blanda af Supercross braut og Motocross. Þegar kom að því að hanna brautina var ekki kallað í minni kappa en Jeremy McGrath og Ricky Carmichael og útkoman er svakaleg !

Sigurvegarinn í hverju heat-i labbar burt með 100.000 dollara og ef einhver getur unnið öll þrjú heat-in fær sá hinn sami heila 1.000.000 dollara í vasann ! Það er greinilegt að Monster er að seljast ágætlega !

Monster Energy Cup 2011 - Track Layout

Villopoto Is Ready For the MX/SX Track

GOPRO SUPERCROSS 2011 HIGHLIGHTS

Hrikalega töff klippa frá GoPro þar sem brunað er yfir AMA/FIM Supercross tímabilið 2011 ! Flottar klippur og allt tekið upp með GoPro vélum ! Þetta tímabil situr ennþá í manni... Það yrði nú svakalegt ef AMA/FIM Motocross tímabilið í sumar yrði eitthvað svipað !

Nánar / Tjá skoðun

UPPLÝSINGAR FYRIR ÍSCROSS Á MÝVATNI

Eins og flestum mun ljóst er afar dræm þátttaka í Íslandsmeistaramótinu í Íscrossi um næstu helgi, þrátt fyrir að aðstæður séu með allra besta móti. Akstursíþróttafélag Mývatnssveitar og MSÍ hafa tekið sameiginlega ákvörðun um að keyra ekki tímatökur í mótinu, þar sem keppnisgjöld standa ekki undir kostnaði. Keppnisfyrirkomulagið verður því með sama sniði og á Akureyri í 1. umferðinni, en haldið verður utanum stigagjöf til Íslandsmeistara. Í þessu ljósi hefur Akstursíþróttafélagið tekið ákvörðun um að keyra báðar umferðirnar á laugardag, samkvæmt meðfylgjandi tímaplani.

Kveðja úr Mývatnssveit,

Stefán Gunnarsson

Mývatn 27.02.13Íscross 2013 - 2. & 3. umferð -  Dagskrá

SKRÁNINGU LÝKUR Í KVÖLD Í ÍSCROSS !

ATH. skráningarfrestur í 2. og 3. umferð í íscrossi á Mývatni um næstu helgi lýkur kl. 21:00 í kvöld og verður ekki framlengdur ! Allir að henda sér inn á www.msisport.is og taka þátt í ofur íscross helgi í Mývatnssveit !

Iscross 2013