• 01.jpg
  • 02.jpg
  • 03.jpg
  • 04.jpg
  • 01.jpg
  • 02.jpg
  • 03.jpg
  • 04.jpg
  • 01.jpg
  • 02.jpg
  • 03.jpg
  • 04.jpg
  • 01.jpg
  • 02.jpg
  • 03.jpg
  • 04.jpg

GENOVA SUPERBOWL OF SUPERCROSS 2011

Um helgina fór fram hið árlega "Superbowl of Supercross" í Genova á Ítalíu. Það var alveg hellingur af flottum ökumönnum mættir til keppni og þar á meðal stórstjörnurnar Justin Barcia og Chad Reed. Úr varð svakaleg keppni og ekki nóg með það heldur var Freestyle kappinn sjálfur Mark Monea fenginn til að reyna 360 Frontflip-ið aftur, reyndar klúðraðist lendingin í þetta skiptið. Getið tjékkað á video af því hér !

Genova Superbowl of Supercross 2011Genova Superbowl of Supercross 2011Genova Superbowl of Supercross 2011

Genova Superbowl of Supercross 2011

Myndir frá Offroad Pro Racing

En að keppninni, þá var greinilegt hverjir voru með yfirburðina þarna en Chad Reed byrjaði á að vinna fyrstu undanrásirnar og Justin Barcia vann svo þær næstu. Í þessari keppni eru tvö Main Event og samanlögð úrslit krýna sigurvegarann. Í Main Event 1 var það Justin Barcia sem sigraði en Chad Reed náði þó að keyra sig uppí annað sæti eftir krass eftir startið, áhorfendum til mikillar ánægju. Í Main Event 2 börðust þeir tveir svo gríðarlega en Chad Reed hafði betur og sigraði, með því náði hann einnig að sigra keppnina. Justin Barcia endaði því annar og í þriðja endaði Frakkinn Cyrille Coulon.

Video frá Genova Superbowl of Supercross 2011:

Úrslitin úr Genova Superbowl of Supercross 2011:

1. Chad Reed (2-1)
2. Justin Barcia (1-2)
3. Cyrille Coulon (4-3)
4. Arnaud Tonus (3-4)
5. Bonini Matteo (7-5)
6. Martin Christophe (6-6)
7. Thomas Ramette (5-10)
8. Boris Maillard (9-7)
9. Cedric Mannevy (10-9)
10. Jason Clermont (13-8)