• 01.jpg
  • 02.jpg
  • 03.jpg
  • 04.jpg
  • 01.jpg
  • 02.jpg
  • 03.jpg
  • 04.jpg
  • 01.jpg
  • 02.jpg
  • 03.jpg
  • 04.jpg
  • 01.jpg
  • 02.jpg
  • 03.jpg
  • 04.jpg

NÝR POLARIS UMBOÐSAÐILI Á AKUREYRI

Nýr Polaris umboðsaðili á Akureyri

LÍV ÁRSHÁTÍÐ 2012 - SJALLANUM 11. FEB

LÍV Árshátíð 2012

SCC 2012 - UMFERÐ 1 & 2 - BOLAALDA

Um helgina fóru fram fyrstu tvær umferðirnar í nýju Íslandsmóti í Sno Cross Country og var fyrsta mótið keyrt á Akstursíþróttasvæði VÍK í Bolaöldu. Fresta þurfti keppninni til sunnudags vegna veðurs og á sunnudeginum lék veðrið við okkur, eini gallinn var að færið hafði harðnað heldur um nóttina. Brautin var um 11 km og byrjaði fyrir ofan motocross brautina og hlykkjaðist inn í Jósepsdal og til baka, harðfennið tættist fljótt upp og varð brautin mjög skemmtileg. Keppt var í fjórum flokkum, Meistaraflokki sem keyrði 2 x 75 mín og svo B Flokki, Unglingaflokki og Kvennaflokki sem keyrðu allir 2 x 45 mín. Það voru 24 keppendur skráðir til leiks og á svæðið mætti hellingur af fólki að fylgjast með.

 Sno Cross Country 2012 - Umferð 1 & 2 - BolaaldaSno Cross Country 2012 - Umferð 1 & 2 - BolaaldaSno Cross Country 2012 - Umferð 1 & 2 - Bolaalda

Myndir frá Ondrej Vavricek / Ellingsen Verkstæði

Í Meistaraflokki varð það enginn annar en Sigurður Gylfason sem kom sá og sigraði á gamla Lynx búðingnum með yfirburðum. Karlinn var í fantaformi og átti lang besta tímann í brautinni. Í öðru sæti endaði Vilhelm Þorri Vilhelmsson eftir hörku akstur á sér innflutta Cross Country Arctic Cat sleðanum. Í þriðja sæti endaði svo Guðmundur Skúlason á splunkunýja Polaris Rush tækinu.

Í B Flokki var það Elmar Jón Guðmundsson sem sigraði með flottum akstri, í öðru varð Gunnar Björnsson og í þriðja sæti endaði Steinn Árni Ásgeirsson.

Í Unglingaflokki var það Einar Sigurðsson sem sigraði, Hrannar Bjarki Hreggviðsson endaði annar og í þriðja endaði Emil Týr Þórsson.

Í Kvennaflokki sigraði Eyrún Björnsdóttir og í öðru varð Svava Björk Gunnarssdóttir.

Mögnuð byrjun á fyrsta keppnistímabilinu í Sno Cross Country og að sjálfsögðu ætlum við að sjá alla þá sem mættu núna og fleiri til í næstu umferð á Mývatni 17. mars. Takk allir sem lögðu okkur lið um helgina og hjálpuðu okkur að láta að þessu verða !

Smellið á "Lesa meira..." til að sjá nánari úrslit frá keppninni !

Lesa meira...

1. UMFERÐ SCC 2012 FÆRÐ Á SUNNUDAG

Vegna slæmrar veðurspár fyrir fyrirhugaðann keppnisdag í 1. umferð Sno Cross Country 2012 laugardaginn 4. febrúar hefur verið ákveðið að færa keppnina um einn dag yfir á sunnudaginn 5. febrúar. Á sunnudaginn er spáð flottu veðri og verður keppnin keyrð af fullu afli á sama tímaplani. Það eru flottar aðstæður uppfrá og hefur bætt í snjó, í Bláfjöllum hefur t.d. verið ófært í 2 daga svo nú er um að gera að mæta til leiks og þenja tugguna í snjónum í suðrinu ! Muna að skrá sig á www.motocross.is !

Sno Cross Country 2012

SLEDHEAD 24/7 - 2011/2012 - EPISODE 8

Sledhead 24/7 krúið er mætt enn og aftur með allt það nýjasta í sleðaheiminum ! Í þessum þætti er prófíll um Tim Tremblay, kíkt á Speedwerx útgáfurnar af 2012 Arctic Cat sleðunum, nýjasta týpan af skíðum frá C&A skoðuð og svo síðast er kíkt í ferð með Chris Burandt í púðrinu.

Sledhead 24/7 - 2011/2012 - Episode 8 - Part 1

Sledhead 24/7 - 2011/2012 - Episode 8 - Part 2

Sledhead 24/7 - 2011/2012 - Episode 8 - Part 3

Sledhead 24/7 - 2011/2012 - Episode 8 - Part 4

Sledhead 24/7 - 2011/2012 - Fyrri þættir:

Sledhead 24/7 - 2011/2012 - Episode 7

Sledhead 24/7 - 2011/2012 - Episode 6

Sledhead 24/7 - 2011/2012 - Episode 5

Sledhead 24/7 - 2011/2012 - Episode 4

Sledhead 24/7 - 2011/2012 - Episode 3

Sledhead 24/7 - 2011/2012 - Episode 2

Sledhead 24/7 - 2011/2012 - Episode 1