• 01.jpg
  • 02.jpg
  • 03.jpg
  • 04.jpg
  • 01.jpg
  • 02.jpg
  • 03.jpg
  • 04.jpg
  • 01.jpg
  • 02.jpg
  • 03.jpg
  • 04.jpg
  • 01.jpg
  • 02.jpg
  • 03.jpg
  • 04.jpg

THE HEROES OF LYNX

Lynx var að senda frá sér þetta flotta heimildarmyndband um 30 ára keppnissögu þeirra og hvernig þeim tókst að komast á toppinn í Evrópu ! Þarna eru viðtöl við alla helstu kappana, Juhani Tapio, Janne Tapio, Pauli Piippola, Toni Haikonen, Lars-Johan Edh, Esa Kolppanen og Frode Utsi !

 The Heroes of Lynx - 30 Years of Race Domination

SCC 2012 - UMFERÐ 3 & 4 - MÝVATN

Um helgina fóru fram þriðja og fjórða umferðin í Sno Cross Country 2012. Umferðirnar voru keyrðar á Mývatni í tengslum við Mývatnsmótið 2012. Vegna slæms veðurs sem skall á seinnipart laugardags var ákveðið að fresta keppninni fram á sunnudag og þá var líka alveg frábært veður. Brautin var fyrir ofan flugvöllin og lá um gríðarlega skemmtilegt landsvæði undir Hlíðarfjalli. Mætingin var ekki mjög beisin og ákveðið var að allir flokkar myndu keyra 2 x 45 mín. Keppnin var þó gríðarlega flott og allir sem tóku þátt brostu hringinn að henni lokinni.

 Sno Cross Country 2012 - Umferð 3 & 4 - MývatnSno Cross Country 2012 - Umferð 3 & 4 - MývatnSno Cross Country 2012 - Umferð 3 & 4 - Mývatn

Myndir - Ármann Örn Sigursteinsson

Í Meistaraflokki var það Sigurður Gylfason sem hélt uppteknum hætti og sigraði báðar umferðirnar á gamla Lynx búðingnum. Í öðru sæti endaði Sæþór Sigursteinsson á Arctic Cat með flottum akstri þar sem hann var annar í fyrri umferð og þriðji í þeirri seinni. Í þriðja sæti endaði ég, Jónas Stefánsson en á fyrsta hring í fyrri umferðinni slitnaði reimin í sleðanum og ég missti því af þeirri umferð, í þeirri seinni vorum við Siggi í hörku eltingarleik og munaði aðeins um 5 sekúndum á okkur í lok hennar.

Í B Flokki var það Elmar Jón Guðmundsson sem sigraði báðar umferðirnar með flottum akstri, í öðru varð Finnur Steingrímsson og í þriðja sæti endaði gamli jaxlinn Halldór Jóhannesson.

Í Unglingaflokki var það Einar Sigurðsson sem sigraði og Hákon Birkir Gunnarsson varð annar.

Í Kvennaflokki var Eyrún Björnsdóttir eini keppandinn og sýndi hörku akstur

Mögnuð keppni í Sno Cross Country og vonandi að fleiri sjái sér fært að mæta í síðustu keppnina sem á að fara fram á Akureyri 14. apríl. Reyndar hefur komið upp smá pæling um að færa hana til en það verður tilkynnt síðar !

Smellið á "Lesa meira..." til að sjá nánari úrslit frá keppninni !

Lesa meira...

MÝVATNSMÓTIÐ 2012 - ÚRSLIT FRÁ FÖSTUDEGINUM

Eins og allir vita fór Mývatnsmótið 2012 fram um helgina og á föstudeginum var keppt í samhliðabraut, fjallaklifri og snjóspyrnu. Allar keppnirnar fóru fram uppí Kröflu í frábærum aðstæðum og flottu veðri. Það var fínasta þátttaka og slatti af fólki sem mætti til að horfa á. Hér fyrir neðan eru úrslitin frá deginum !

Samhliðabraut - Opinn flokkur

1. Sigurður Gylfason
2. Jónas Stefánsson
3. Bjarki Sigurðsson

Samhliðabraut - 35+ flokkur

1. Sigurður Gylfason
2. Árni Grant
3. Sigurður Sigþórsson

Fjallaklifur

1. Jónas Stefánsson
2. Bjarki Sigurðsson
3. Steinþór Guðni Stefánsson

Snjóspyrna - 0-600cc

1. Jóhann Hansen
2. Jónas Stefánsson
3. Hallgrímur Óli

Snjóspyrna - 600cc +

1. Elmar Jón Guðmundsson
2. Bjarki Sigurðsson
3. Einar Sigþórsson

SKRÁNING HAFIN Í 3. OG 4. UMFERÐ SCC 2012

SCC 2012 - 3. og 4. umferð - Skráning

SLDNX CLIP OF THE WEEK - JOEY JUNKER

Slednecks klippa vikunnar er að þessu sinni með Joey Junker ! Hérna lætur hann vaða í hrikalegt stökk, djöfull væri ég til í að sleðast í svona aðstæðum !