• 01.jpg
  • 02.jpg
  • 03.jpg
  • 04.jpg
  • 01.jpg
  • 02.jpg
  • 03.jpg
  • 04.jpg
  • 01.jpg
  • 02.jpg
  • 03.jpg
  • 04.jpg
  • 01.jpg
  • 02.jpg
  • 03.jpg
  • 04.jpg

LYNX RAVE RS 600 2014

Fyrr í haust fjallaði ég um snocross sleðana fyrir komandi keppnistímabil frá Polaris, Ski-Doo og Arctic Cat en þá var ekki búið að gefa út neinar upplýsingar og ófétið frá Finnlandi eða Lynx-inn ! Nú fyrir stuttu var kvikindið svo frumsýnt og það er alveg óhætt að segja að þetta sé helvíti eiguleg græja ! Búið er að uppfæra boddý-ið og kallast það REX2, framfjöðrunin er eins og í frændanum Ski-Doo en Lynxinn er áfram með KYB demparana, eins og allir hinir framleiðendurnir er Lynx-inn kominn með 128" belti en Lynx keppnissleðinn var með 130" belti 2012 og 2013, PPS búkkinn er ennþá á sínum stað enda ljósárum á undan öðrum búkkum í virkni, sleðinn kemur með svokölluðu "svía-moddi" en það eru einskonar krækjur eða stopparar fremst í stigbrettunum til að færa akstursstöðu ökumannsins aftar og þetta getur hjálpað til við höndlun í beygjum, svo eru auðvitað þessar standard uppfærslur á vél, kúplingum o.fl.

Lynx Rave RS 600 2014

Lynx Rave RS 600Lynx Rave RS 600
Lynx Rave RS 600Lynx Rave RS 600Lynx Rave RS 600

Hér má nálgast nánari upplýsingar um sleðann - Lynx Rave RS 600 2014 Specsheet

Hvað finnst ykkur ?