• 01.jpg
  • 02.jpg
  • 03.jpg
  • 04.jpg
  • 01.jpg
  • 02.jpg
  • 03.jpg
  • 04.jpg
  • 01.jpg
  • 02.jpg
  • 03.jpg
  • 04.jpg
  • 01.jpg
  • 02.jpg
  • 03.jpg
  • 04.jpg

MXON 2011 - QUALIFYING

Il est bon d'être en France ! Jahá, undanúrslitin eru yfirstaðin á Motocross of Nations 2011 í Frakklandi. Við, Arna Benný, Signý og pabbi, lentum seint í gærkveldi í Brussel, hoppuðum upp í bílaleigubíl og brunuðum í nótt 750km hingað niður til Saint Jean d'Angély í Frakklandi þar sem MXON keppnin fer fram í ár.

Dagurinn byrjaði með æfingarhítum fyrir alla flokka, Viktor Guðbergs fór fyrstur með MX1, Eyþór Reynis annar í MX2 og svo loks Kári Jóns með MX-Open. Öllum gekk þokkalega að fóta sig í þessari svakalegu braut sem er með þvílíka "monster" palla og jarðvegurinn í henni líka algerlega ólíkur nokkru sem við eigum að venjast ! Eftir æfingarnar var um klukkutíma hlé fram að fyrstu undanrásum og var röðin sú sama á flokkunum. Viktor fór fyrstur í MX1 og gekk mjög vel til að byrja með en seig svo aðeins aftur þegar leið á,  hann skilaði sér í mark í 28. sæti. Eyþór fór næst í MX2 og byrjaði rosa flott, var að keyra í 21. sæti best, hann lenti svo í að krassa lítillega og tapaði slatta á því. Hann skilaði sér þó í mark í 29. sæti. Kári fór svo næstur í MX-Open flokki og var að keyra jafnt og flott, byrjaði í 10. sæti út úr startinu en tapaði svo slatta niður eftir því sem á leið. Hann endaði í 30. sæti og þessi árángur strákanna dugði þeim til að ná síðasta sætinu inn í B-úrslit keppninnar á morgun.

En eftir daginn eru það Bandaríkjamenn sem eru fyrstir inn í A-úrslit morgundagsins, Ítalir í öðru og Frakkland í þriðja. Það var rosalega skemmtileg barátta í öllum flokkum en þó mest í MX1 þar sem Antonio Cairoli elti Ryan Dungey eins og skugginn allt hítið en Dungey náði að hanga á fyrsta sætinu, Cairoli endaði annar og Cristophe Pourcel í þriðja. Í MX2 var það Blake Bagget sem sigraði örugglega en á eftir honum voru Marvin Musquin í öðru og Dean Wilson í þriðja. Í MX-Open var það enn og aftur Bandaríkjamaður sem sýndi yfirburði en enginn átti séns í Ryan Villopoto, í öðru á eftir honum var Davide Guarneri og í þriðja Gautier Paulin.

Það verður því hrikalega spennandi að fylgjast með gangi mála á morgun, allt getur gerst !

Stuðningsmannahópur íslenska landsliðsins stendur sig með prýði og stemningin í hópnum alveg frábær, það er því ekkert nema stuð framundan og ekkert í boði nema fullt rör á morgun í B-úrslitum !

Ég var svo heppinn að fá "Media" passa inn á svæðið og gat því verið algerlega hvar sem er í dag að mynda og filma, henti hér inn nokkrum römmum frá deginum en svo hrúgast inn myndir í albúm eftir helgina og video fljótlega þar á eftir ;) !


MXON 2011 - MX1 Qualifying:

1. Ryan Dungey - USA
2. Antonio Cairoli – Italy
3. Christophe Pourcel – France
4. Chad Reed – Australia
5. Tyla Rattray - South Africa
6. Rui Goncalves – Portugal
7. Tanel Leok – Estonia
8. Evgeny Bobryshev – Russia
9. Tommy Searle – Great Britain
10. Johnathan Barraga – Spain

MXON 2011 - MX2 Qualifying:

1. Blake Baggett – USA
2. Marvin Musquin – France
3. Dean Wilson – Great Britian
4. Ken Roczen – Germany
5. Joel Roelants – Belgium
6. Alessandro Lupino – Italy
7. Pascal Rauchenecker – Austra
8. Stefan Kjer Olsen – Denmark
9. Jose Antonio Butron – Spain
10. Stuart Edmonds – Ireland

MXON 2011 - MX-Open Qualifying:

1. Ryan Villopoto – USA
2. Davide Guarneri – Italy
3. Gautier Paulin – France
4. Kevin Strijbos – Belgium
5. Brett Metcalfe – Australia
6. Gareth Swanepoel – South Africa
7. Jeffery Herlings – The Netherlands
8. Arnaud Tonus – Switzerland
9. Carlos Campano – Spain
10. Martin Michek – Czech Republic

MXON 2011 - Overall Team Qualifying:

1. USA
2. Italy
3. France
4. Belgium
5. Australia
6. South Africa
7. Great Britain
8. Portugal
9. Spain
10. Switzerland

Kv. Jonni