• 01.jpg
  • 02.jpg
  • 03.jpg
  • 04.jpg
  • 01.jpg
  • 02.jpg
  • 03.jpg
  • 04.jpg
  • 01.jpg
  • 02.jpg
  • 03.jpg
  • 04.jpg
  • 01.jpg
  • 02.jpg
  • 03.jpg
  • 04.jpg

MSÍ ÍX 2012 - 2. OG 3. UMFERÐ

Ískross 2012Eins og menn vita fór fyrsta umferðin í Íslandsmótinu í Ískrossi fram á Leirutjörn við Akureyri um þarsíðustu helgi, en það hefur ekki gengið þrautalaust að ná keppni á suð-vesturhornið vegna veðurs og aðstæðna. MSÍ leggur mikla áherslu á að Íslandsmótið verði klárað, en til þess þarf að keyra a.m.k. þrjár umferðir. Í ljósi þess mikla ferðakostnaðar sem við búum við í dag, þá hafa MSÍ og Akstursíþróttafélag Mývatnssveitar komist að samkomulagi um að 2. og 3. umferð Íslandsmótsins í Ískrossi fari fram á Mývatni helgina 17-18 mars n.k.

2. umferðin verður keyrð laugardaginn 17. mars á Stakhólstjörn og 3. umferðin verður svo keyrð sunnudaginn 18. mars, líklega í Álftabáruvogi. Þessa helgi fer fram hið margumtalaða Mývatnssmót, sem er ein allsherjar vetraríþróttaveisla. Dagskráin verður á þessa leið:

Föstudagurinn 16.03.12
14:00     Samhliðabrautakeppni á vélsleðum við Kröflu
16:00     Fjallaklifur (Hillcross) á vélsleðum við Kröflu
20:00     Snjóspyrna á vélsleðum við Skútustaði

Laugardagurinn 17.03.12
09:00     Ískross á vélhjólum við Skútustaði (2. umf. Íslandsmótsins)
14:00     Sno-Crosscountry á vélsleðum (2. umf. Íslandsmótsins)

Sunnudagurinn 18.03.12
10:00     Ískross á vélhjólum við Skútustaði (3. umf. Íslandsmótsins)

Verið velkomin í Mývatnssveitina.

F.h. stjórnar MSÍ og AM
Stefán Gunnarsson

MSÍ ÍX 2012 - 1. UMFERÐ - AKUREYRI

Á laugardaginn fór fram 1. umferðin í Íslandsmótinu í Ískrossi og var keppt á Leirutjörn á Akureyri. Það var frábær þátttaka í mótinu en alls voru 42 keppendur skráðir. Aðstæður voru mjög fínar, ísinn mjúkur og ágætis veður.

MSÍ Ískross 2012 - 1. umferð - AkureyriMSÍ Ískross 2012 - 1. umferð - AkureyriMSÍ Ískross 2012 - 1. umferð - Akureyri

Myndir frá Motosport.is

Í Kvennaflokki var aðal baráttan á milli Andreu og Signýjar en Andrea hafði meiri hraða þennan daginn og sigraði öll hít dagsins örugglega. Í Unglingaflokknum var það Victor Ingvi sem sigraði öll hít dagsins en á eftir honum voru þeir Bjarni og Einar í baráttu. Í Opna flokknum var hrikalegur hraði og gríðarleg barátta, þeir Jón Kristján, Jón Ásgeir og Gulli unnu allir sitt hvort hítið en á endanum var það Jón Kristján sem stóð uppi sem sigurvegari. Í Vetrardekkjaflokknum var það Kári Jóns sem sigraði öll hít dagsins en á eftir honum var gríðarleg barátta á milli Guðbjarts og Bjarka.

Virkilega flott keppni og flott byrjun á tímabilinu !

Topp 3 úrslit úr öllum flokkum:

Kvennaflokkur:
1. Andrea Dögg Kjartansdóttir #52
2. Signý Stefánsdóttir #34
3. Bryndís Einarsdóttir #33

Unglingaflokkur:
1. Victor Ingvi Jacobsen #71
2. Bjarni Hauksson #629
3. Einar Sigurðsson #671

Opinn flokkur:
1. Jón Kristján Jacobsen #70
2. Jón Ásgeir Þorláksson #687
3. Gunnlaugur Karlsson #111

Vetradekkjaflokkur:
1. Kári Jónsson #46
2. Guðbjartur Magnússon #12
3. Bjarki Sigurðsson #670

Heildarúrslitin má sjá á vef MSÍ - www.msisport.is

MSÍ ÍSKROSS - 1. UMFERÐ - REYKJAVÍK - FRESTAÐ

Tekið af www.motocross.is:

MSÍ Ískross 2012 - 1. umferð - Reykjavík - FrestaðAf óviðráðanlegum orsökum hefur fyrstu umferðinni í íscrossi verið frestað um óákveðin tíma.  Aðstæður eru mjög erfiðar til keppnishald og er með öllu ófært upp að Hafravatni og óvíst hvort þessar þrjár leiðir verði yfirhöfuð mokaðar fyrir helgi.  Þar fyrir utan er ekki forsvaranlegt að láta fólk ferðast landshluta á milli við þessar aðstæður á meðan færðin er eins og hún er.  

MSÍ mun í samráði við klúbbana finna nýja dagsetningu við fyrsta hentugleika og mun sú skráning sem nú hefur átt sér stað gilda áfram.  Þeir sem hafa athugasemdir við það er bent á að hafa samband við MSÍ.  

Vænta má upplýsinga um nýjan keppnisdag og hugsanlega nýjan keppnisstað fljótlega upp úr helgi.  Verður upplýsingum um framhaldið komið í loftið um leið og það er ljóst hvert framhaldið verður, þ.e. nýr keppnisdagur og hugsanlega nýr keppnisstaður.

MSÍ ÍX 2012 - 1. UMFERÐ - REYKJAVÍK - SKRÁNING HAFIN

Tekið af www.msisport.is:

Keppendur athugið að skráning í 1. umferð Íslandsmótsins í Ís-Cross stendur til kl: 21:00 fimmtudaginn 26. janúar. Keppnin fer fram laugardaginn 28. janúar á suð-austur enda Hafravatns og er mæting keppanda kl: 10:00 sjá nánar dagskrá undir “Reglur" (Dagskrá Ís 2011)

Keppendur eru beðnir að kynna sér og rifja upp reglur um Ís-Cross, ádrepari með snúru skal vera virkur á öllum keppnishjólum. Keppendur í Opnum flokki sem eru búnir öllum öryggisbúnaði samanber brynju, hnéhlífum ofl. eru undanskildir reglu um leðurgalla. Dekkjabúnaður í Opnum flokki verður skoðaður sérstaklega og dekk með of margar eða með of langar skrúfur verður vísað frá keppni.

Allur æfingaakstur á Hafravatni og við keppnisbraut er bannaður nema að þar til gerðu svæði á keppnisdag.

ÍSKROSS BIKARMÓT Á HAFRAVATNI 7. JAN

Tekið af motocross.is:

Laugardaginn 7 janúar ætlar MotoMos að halda bikarmót í íscrossi á Hafravatni.  Keppnisgjaldið er mjög hóflegt, eða aðeins 3.500 kr. og mun skráning fara fram á vef MSÍ sem opnar væntanlega seinna í dag eða kvöld.  Keppt verður í fjórum flokkum og eru þeir

  • 85cc flokkur
  • Kvennaflokkur
  • Standard flokkur
  • Opin flokkur

Gert er ráð fyrir að notast við tímasenda MSÍ.  85cc og kvennaflokkurinn verður keyrður saman.  Við munum keyra tvö moto á hvern flokk með sama sniði og á Íslandsmeistaramóti og verður lengd moto-a í öllum flokkum 12 mín + 1 hringur, sem er það sama og í Íslandsmeistaramótinu.  Dagskráin hefst kl. 10:00 með skoðun hjóla og tímataka er áætluð að hefjist eigi síðar en kl.10:45.  Reiknað er með að síðasta moto dagsins verði lokið um kl.13:30 og verðlaunafhending hefst kl.13:45.  Dagskránna má sjá hér fyrir neðan.

Smellið á tímaplanið til að stækka

Eins og tekið var fram að þá fer skráning fram á vef MSÍ og munum við auglýsa það sérstaklega þegar hún opnar sem verður væntanlega seinna í kvöld.  Skráningarfrestur verður út fimmtudagskvöldið til kl.21.  Aðstæður á Hafravatni eru ágætar og skoðuðum við það í dag.

Árétta skal að öll hjól þurfa að vera tryggð og með ádrepara sem virkar til að vera lögleg í þessa keppni.  Engin trygging eða enginn ádrepari = engin keppni hjá viðkomandi.  MotoMos mun ekki endurgreiða keppnisgjald til keppands sem skráir sig og er ekki með þessa hluti á hreinu.  MotoMos áskilur sér jafnframt rétt til að færa til eða sameina flokka ef skráning verður takmörkuð.  Einnig áskilur MotoMos sér til að falla frá notkun tímatökubúnaðar MSÍ ef þátttaka verður dræm og talið verður upp á gamla mátann.

Ef sú aðstaða kemur upp að ekki verður hægt að halda keppni, sem ég tel afar ólíklegt, að þá verður keppnisgjaldið endurgreitt til keppenda.